Stjörnustríðs myndirnar gömlu og dansmyndin Dirty Dancing eru þær myndir sem fólk elskar að horfa á aftur og aftur samkvæmt niðurstöðu nýrrar könnunar sem Sky Movies stóð að. Star Wars-trílógían varð efst í vali hjá körlum og í öðru sæti hjá konum.
Hjá körlum voru ævintýra- og spennumyndir í 10 efstu sætunum en þar má finna myndir á borð við Tortímandann, Aliens og Blade Runner.
Hjá konum voru, auk Dirty Dancing og Stjörnustríðs, Grease, The Sound of Music og Pretty Woman í fimm efstu sætunum.
Stjörnustríð, Tortímandinn, Ókindin (Jaws) og Hringadróttinssaga voru á meðal 10 efstu mynda hjá báðum kynjum. Um helmingur svarenda sögðust hafa séð Stjörnustríðsmyndirnar yfir 20 sinnum.
Þá sögðust karlar hafa oftsinnis hafa horft á Guðföðurinn, Alien, Die Hard og Terminator 2 á meðan konur sögðust horfa aftur og aftur á It's A Wonderful Life og The Matrix að því er fram kemur í könnuninni, segir á fréttavef BBC.
Fimm efstu myndirnar hjá körlum eru: