Geta horft aftur og aftur á Stjörnustríðsmyndirnar

Ævintýrið um Loga Geimgengil og félaga nýtur enn gríðarlegra vinsælda.
Ævintýrið um Loga Geimgengil og félaga nýtur enn gríðarlegra vinsælda. Reuters

Stjörnustríðs myndirnar gömlu og dansmyndin Dirty Dancing eru þær myndir sem fólk elskar að horfa á aftur og aftur samkvæmt niðurstöðu nýrrar könnunar sem Sky Movies stóð að. Star Wars-trílógían varð efst í vali hjá körlum og í öðru sæti hjá konum.

Hjá körlum voru ævintýra- og spennumyndir í 10 efstu sætunum en þar má finna myndir á borð við Tortímandann, Aliens og Blade Runner.

Hjá konum voru, auk Dirty Dancing og Stjörnustríðs, Grease, The Sound of Music og Pretty Woman í fimm efstu sætunum.

Stjörnustríð, Tortímandinn, Ókindin (Jaws) og Hringadróttinssaga voru á meðal 10 efstu mynda hjá báðum kynjum. Um helmingur svarenda sögðust hafa séð Stjörnustríðsmyndirnar yfir 20 sinnum.

Þá sögðust karlar hafa oftsinnis hafa horft á Guðföðurinn, Alien, Die Hard og Terminator 2 á meðan konur sögðust horfa aftur og aftur á It's A Wonderful Life og The Matrix að því er fram kemur í könnuninni, segir á fréttavef BBC.

Fimm efstu myndirnar hjá körlum eru:

  1. Stjörnustríðs myndirnar þrjár
  2. Aliens
  3. The Terminator
  4. Blade Runner
  5. The Godfather
Fimm efstu myndirnar hjá konum eru:
  1. Dirty Dancing
  2. Stjörnustríðs myndirnar þrjár
  3. Grease
  4. The Sound of Music
  5. Pretty Woman
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hóf er best á hverjum hlut og það á líka við um það sem gert er í eigin þágu. Dekraðu við sjálfan þig í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Anna Bågstam
4
Jojo Moyes
5
Sólveig Pálsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hóf er best á hverjum hlut og það á líka við um það sem gert er í eigin þágu. Dekraðu við sjálfan þig í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Anna Bågstam
4
Jojo Moyes
5
Sólveig Pálsdóttir