París Hilton: Óréttmæt og miskunnarlaus refsing

Parísi Hilton var greinilega brugðið þegar dómurinn yfir henni hafði …
Parísi Hilton var greinilega brugðið þegar dómurinn yfir henni hafði verið kveðinn upp. Reuters

Slúðurblaðadrottningin París Hilton hefur tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega um dóminn sem hún hlaut nýverið. París segir refsinguna vera miskunnarlausa og óréttmæta.

Hún var dæmd til þess að sitja á bak við lás og slá í 45 daga fyrir að hafa ekki virt skilyrði skilorðsbundins dóms, sem hún hlaut fyrir skömmu fyrir ölvun við akstur.

Þá hefur Hilton-erfinginn rekið upplýsingafulltrúa sinn, Elliot Mintz, sem hún segir að hafi komið sér í þetta klandur.

Það mátti vel greina að fangelsisdómurinn fékk mikið á hina 26 ára gömlu Parísi þegar hún gekk út úr réttarsalnum á föstudag. Hún mun afplána refsinguna í fangelsi í úthverfi Los Angeles.

Við réttarhöldin sagði París að Mintz hefði sagt við hana að það væri í lagi fyrir hana að setjast undir stýri starf síns vegna. Dómarinn Michaels Sauer vísaði hinsvegar fullyrðingum hennar á bug og skipaði henni að hefja afplánun 5. júní nk.

„Ég sagði sannleikann,“ sagði Hilton við ljósmyndara sem biðu fyrir utan heimili hennar í Los Angeles á laugardagskvöld.

„Mér finnst að það hafi ekki verið komið fram við mig af sanngirni og að dómurinn sé bæði miskunnarlaus og óréttmætur. Ég á þetta ekki skilið.“

Lögmaður Parísar, Howard Weitzman, segir að hann muni áfrýja dómsúrskurðinum til þess að fá honum breytt, segir á fréttavef Reuters.

Mintz, sem hefur m.a. starfað fyrir John Lennon og Bob Dylan, bar vitni fyrir dómstólnum og kom Parísi til varnar. Dómarinn hafnaði hinsvegar vitnisburði hans sem ómerkum.

Í yfirlýsingu sem var birt á fréttasíðunni TMZ.com lýsti Mintz iðrun yfir því að hafa ráðlagt Parísi svo illa sem raun beri vitni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan