Hasselhoff sviptur umgengnisrétti

Hasselhoff með dætrum sínum tveim, Taylor Ann og Hayley Amber, …
Hasselhoff með dætrum sínum tveim, Taylor Ann og Hayley Amber, í febrúar sl. AP

David Hasselhoff var í gær sviptur rétti til að umgangast dætur sínar tvæir, í kjölfar myndbands sem önnur tók af honum ofurölvi á heimili hans í Las Vegas og birti á netinu.

„Myndbandið einfaldlega breytir málinu,“ sagði dómarinn sem kvað upp úrskurðinn. Hann ákvað ennfremur að síðar í mánuðinum fari fram yfirheyrslur til að skera úr um hvort myndbandið sé ósvikið og hver haf borið ábyrgð á birtingu þess.

Þangað til stendur úrskurður dómarans um að dætur Hasselhoffs megi ekki dvelja hjá honum. Þær eru 16 og 14 ára.

Hasselhoff var ekki viðstaddur þegar úrskurðurinn var kveðinn upp í gær, en Pamela Bach, fyrrverandi eiginkona hans og móðir dætranna, Taylor Ann og Hayley Amber, var viðstödd. Það var Taylor Ann sem tók myndbandið af föður sínum.

Hasselhoff og Bach skildu í fyrra eftir 16 ára hjónaband. Þau hafa sameiginlegt forræði yfir dætrunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup