Heimili Annie Lennox lagt í rúst

Annie Lennox söngkona Eurythmics hefur bannað dóttur sinni frekara skemmtanahald.
Annie Lennox söngkona Eurythmics hefur bannað dóttur sinni frekara skemmtanahald. Reuters

Skemmdir voru unnar á heimili söngkonunnar Annie Lennox í samkvæmi sem 16 ára dóttir hennar, Lola hélt fyrir nána vini sína. Samkvæmið fór úr böndunum eftir að upplýsingar um það birtust á MySpace vefsíðunni.

ITN fréttastofan skýrði frá því að útidyrahurðin hafi verið brotin upp eftir að henni var læst en munu boðflennur hafa tekið yfir samkvæmið og lagt heimilið í rúst með veggjakroti og skemmdarverkum á húsgögnum og húsmunum.

Lögreglan var kölluð til eftir að nágrannar létu vita af ólátum.

Að sögn ITN munu foreldrar Lólu hafa bannað frekara skemmtanahald og á hún ekki heimangengt um óákveðinn tíma.

Lennox heimilið er metið á um 260 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir