Heimili Annie Lennox lagt í rúst

Annie Lennox söngkona Eurythmics hefur bannað dóttur sinni frekara skemmtanahald.
Annie Lennox söngkona Eurythmics hefur bannað dóttur sinni frekara skemmtanahald. Reuters

Skemmdir voru unnar á heimili söngkonunnar Annie Lennox í samkvæmi sem 16 ára dóttir hennar, Lola hélt fyrir nána vini sína. Samkvæmið fór úr böndunum eftir að upplýsingar um það birtust á MySpace vefsíðunni.

ITN fréttastofan skýrði frá því að útidyrahurðin hafi verið brotin upp eftir að henni var læst en munu boðflennur hafa tekið yfir samkvæmið og lagt heimilið í rúst með veggjakroti og skemmdarverkum á húsgögnum og húsmunum.

Lögreglan var kölluð til eftir að nágrannar létu vita af ólátum.

Að sögn ITN munu foreldrar Lólu hafa bannað frekara skemmtanahald og á hún ekki heimangengt um óákveðinn tíma.

Lennox heimilið er metið á um 260 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir