Knútur er ekki lengur krútt

Þessi mynd var tekin af Knúti 19. apríl.
Þessi mynd var tekin af Knúti 19. apríl. AP

Bjarnarhúnninn Knútur er nú orðinn fimm mánaða og líkist sífellt meir venjulegum ísbirni, og ráðamenn í dýragarðinum í Berlín, þar sem Knútur á heima, viðurkenna að hann sé ekki lengur sama krúttlega mjúkdýrið og áður. Hann fær ekki lengur mjólk úr flösku og er jafnvel farinn að borða kjöt og naga bein.

Eru stjórnendur garðsins farnir að leggja á ráðin um hvernig þeir geti skilið á milli dýrsins sjálfs og vörumerkisins Knúts, sem garðurinn skrásetti. Þýskur markaðssérfræðingur sem CNN ræddi við sagðist telja markaðsvirði bjarnarhúnsins um 15 milljónir dollara.

Síðan Knútur kom fyrst fyrir almennings sjónir 23. mars hefur hann þyngst um helming.

En aðsókn að dýragarðinum er enn mikil, og gestum finnst Knútur ennþá „talsvert krúttlegur,“ eins og einn gesta komst að orði í viðtali við CNN.>/i>

Svona kom Knútur fyrst fyrir almennings sjónir 23. mars.
Svona kom Knútur fyrst fyrir almennings sjónir 23. mars. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar