Verðandi eiginkonan Eva Longoria hefur heitið því að vera skírlíf þangað til hún gengur að eiga körfuboltamanninn Tony Parker, og segir hún að skírlífið eigi að bæta frammistöðu Tonys sem ásamt félögum sínum í San Antonio Spurs keppir nú til úrslita í NBA-boltanum.
Eva sagði frá þessu í viðtali við bandaríska spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmel í síðustu viku, að því er Ananova greinir frá.
„Sem betur fer er brúðkaupið strax eftir úrslitakeppnina og þá þurfum við að staðfesta hjónabandið. Ég tímasetti þetta þannig,“ sagði Eva.
Það virðist sem skírlífið skili nokkrum árangri því að á sunnudaginn báru Tony og félaga sigurorð af andstæðingum sínum og komust áfram í keppninni.