Náðunarbeiðnin sem París Hilton sendi Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóra í Kaliforníu, mun hafa hlotið háðuglegar undirtektir hjá embættinu. Fréttafulltrúi Arnolds sagði að beiðni Parísar yrði meðhöndluð eins og hver önnur, en ríkisstjórinn skærist einungis í leikinn í undantekningartilvikum.
Sem kunnugt er hlaut París nýverið 45 daga fangelsisdóm fyrir skilorðsbrot, en hún biðlaði til aðdáaenda sinna að skrifa undir beiðni til Arnolds um að hún verði náðuð.