Biðja Arnold að náða Paris

Aðstoðarmenn Arnolds Schwarzeneggers, ríkisstjóra í Kalíforníu, vilja ekki útiloka að ríkisstjórinn fallist á að náða Paris Hilton, sem í síðustu viku var dæmd í 45 daga fangelsi fyrir að rjúfa skilmála eldri skilorðsbundins dóms vegna ölvunaraksturs. Undirskriftasöfnun fer nú fram þar sem Schwarzenegger er beðinn um að náða Paris.

Bandaríski fréttavefurinn TMZ hefur haft samband við skrifstofu ríkisstjórans og þar fékkst staðfest, að Schwarzenegger viti af undirskriftasöfnuninni og rætt hafi verið um málið á þeim bæ.

Howard Weitzman, lögmaður Hilton, segir að dómnum yfir henni verði áfrýjað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar