Brad Pitt sem He-Man?

Brad Pitt.
Brad Pitt. Reuters

Brad Pitt mun hugsanlega leika He-Man í nýrri mynd um kappann. Kvikmyndafyrirtækið Legendary Pictures sem gerði meðal annars Superman Returns undirbýr nú gerð myndarinnar og hefur mikinn áhuga á að fá Pitt til þess að fara með aðalhlutverkið.

He-Man, sem var kallaður Garpur á íslensku, var gífurlega vinsæl teiknimyndapersóna á níunda áratug síðustu aldar, enda sterkasti maður heims að sögn höfunda hans.

„Þeir vilja endilega fá Brad í hlutverkið. Hann verður hins vegar að bæta á sig vöðvum ef hann tekur hlutverkið að sér. Hann er vissulega í góðu formi en hann er ekkert í líkingu við He-Man," sagði heimildarmaður í samtali við dagblaðið The Sun.

Fregnir herma að vilji Pitt ekki taka hlutverkið að sér muni Gerard Butler vera til þjónustu reiðubúinn, en hann sló í gegn í kvikmyndinni 300 fyrir skömmu.

Fyrir 20 árum síðan var gerð mynd um He-Man, en hún heitir Masters of the Universe. Þá var það hinn sænski Dolph Lundgren sem fór með aðalhlutverkið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir