Brad Pitt sem He-Man?

Brad Pitt.
Brad Pitt. Reuters

Brad Pitt mun hugsanlega leika He-Man í nýrri mynd um kappann. Kvikmyndafyrirtækið Legendary Pictures sem gerði meðal annars Superman Returns undirbýr nú gerð myndarinnar og hefur mikinn áhuga á að fá Pitt til þess að fara með aðalhlutverkið.

He-Man, sem var kallaður Garpur á íslensku, var gífurlega vinsæl teiknimyndapersóna á níunda áratug síðustu aldar, enda sterkasti maður heims að sögn höfunda hans.

„Þeir vilja endilega fá Brad í hlutverkið. Hann verður hins vegar að bæta á sig vöðvum ef hann tekur hlutverkið að sér. Hann er vissulega í góðu formi en hann er ekkert í líkingu við He-Man," sagði heimildarmaður í samtali við dagblaðið The Sun.

Fregnir herma að vilji Pitt ekki taka hlutverkið að sér muni Gerard Butler vera til þjónustu reiðubúinn, en hann sló í gegn í kvikmyndinni 300 fyrir skömmu.

Fyrir 20 árum síðan var gerð mynd um He-Man, en hún heitir Masters of the Universe. Þá var það hinn sænski Dolph Lundgren sem fór með aðalhlutverkið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir