Brad Pitt sem He-Man?

Brad Pitt.
Brad Pitt. Reuters

Brad Pitt mun hugs­an­lega leika He-Man í nýrri mynd um kapp­ann. Kvik­mynda­fyr­ir­tækið Le­g­end­ary Pict­ur­es sem gerði meðal ann­ars Superm­an Ret­urns und­ir­býr nú gerð mynd­ar­inn­ar og hef­ur mik­inn áhuga á að fá Pitt til þess að fara með aðal­hlut­verkið.

He-Man, sem var kallaður Garp­ur á ís­lensku, var gíf­ur­lega vin­sæl teikni­mynda­per­sóna á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar, enda sterk­asti maður heims að sögn höf­unda hans.

„Þeir vilja endi­lega fá Brad í hlut­verkið. Hann verður hins veg­ar að bæta á sig vöðvum ef hann tek­ur hlut­verkið að sér. Hann er vissu­lega í góðu formi en hann er ekk­ert í lík­ingu við He-Man," sagði heim­ild­armaður í sam­tali við dag­blaðið The Sun.

Fregn­ir herma að vilji Pitt ekki taka hlut­verkið að sér muni Ger­ard Butler vera til þjón­ustu reiðubú­inn, en hann sló í gegn í kvik­mynd­inni 300 fyr­ir skömmu.

Fyr­ir 20 árum síðan var gerð mynd um He-Man, en hún heit­ir Masters of the Uni­verse. Þá var það hinn sænski Dolph Lund­gren sem fór með aðal­hlut­verkið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ættir að fá tækifæri til ferðalaga og framhaldsmenntunar á næstunni. Forðastu að dragast inn í atburðarás sem í raun kemur þér ekkert við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ættir að fá tækifæri til ferðalaga og framhaldsmenntunar á næstunni. Forðastu að dragast inn í atburðarás sem í raun kemur þér ekkert við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir