Singapore Sling á leið í hljómleikaferð

Singapore Sling
Singapore Sling

Rokkhljómsveitin Singapore Sling heldur í tónleikaferðalag um Evrópu í byrjun næstu viku, en safnplata með sveitinni er að koma út þar ytra og ber hún heitið The Curse, The Life, The Blood. Sveitin mun spila í Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki, Tékklandi og Ítalíu og er þetta fyrsta tónleikaferð sveitarinnar á þessu svæði.

Einnig munu upptökur á næstu skífu sveitarinnar hefjast í Berlín í mánuðinum. Báðar plöturnar eru gefnar út af 8MMMUSIK sem er nýtt útgáfufyrirtæki sem hefur aðsetur í Berlín. Sveitin heldur eina tónleika hér á landi áður en hún fer af stað, en þeir verða á Hressó annað kvöld, fimmtudagskvöld. Mun rafhljómsveitin, Evil Madness, hefja kvöldið, en þeir gáfu út sína fyrstu plötu, Demon Jukebox, fyrir nokkrum mánuðum.

Tónleikarnir hefjast kl. 21.30 og er aðgangur ókeypis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er ráð að hugsa um framtíðina og íhuga hvar þú vilt vera eftir fimm ár. Settu þér markmið, skrifaðu þau niður og hafðu fyrir augunum alla daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er ráð að hugsa um framtíðina og íhuga hvar þú vilt vera eftir fimm ár. Settu þér markmið, skrifaðu þau niður og hafðu fyrir augunum alla daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Carla Kovach