Kynlífshjálpartæki sem fæst í kynlífsverslunum í öllum Evrópulöndum er bannað á Kýpur. Það er breski titrarinn, Love Bug sem er fjarstýrður með um það bil sex metra drægni og hefur verið flokkaður sem ógn við öryggi landsins.
Á heimasíðu Ann Summers hjálpartækjaverslunarkeðjunni má sjá á lýsingu titrarans að sala hans er bönnuð á Kýpur. Ástæðan mun vera sú að herinn á Kýpur notar aðrar tíðni en önnur lönd í fjarskiptum sínum og frekari upplýsingar hafa ekki fengist af öryggisástæðum.