Íslendingar greiða hátt verð fyrir Evróvisjónatkvæðin

Íslendingar greiða helmingi hærri upphæð fyrir að greiða atkvæði í …
Íslendingar greiða helmingi hærri upphæð fyrir að greiða atkvæði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva heldur en hin Norðurlöndin. Reuters

Neytendasamtökin hafa tekið saman hvað það kosti einstakar þjóðir að kjósa í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og í ljós kemur að Íslendingar greiða langhæsta verðið. Hvert atkvæði kostar Íslendinga 99,9 kr. og skiptir engu hvort hringt sé úr venjulegum heimilissíma, farsíma eða um sms-boð sé að ræða.

Fram kemur á vef Neytendasamtakanna að Evrópumeðaltalið sé 0,52 evrur eða 45 kr. Í Danmörku er ekkert aukagjald tekið vegna símakosningar og í Þýskalandi er gjaldið aðeins 12 kr. Í öðrum Evrópulöndum er svo algengast að gjaldið fyrir hvert atkvæði sé á bilinu 40-50 kr.

Samtökin hvetja fólk til þess að hafa í huga að að einungis þrjúa atkvæði úr hverju símanúmeri séu gild hér á landi - „svo tilgangslítið (og í raun bara peningasóun) er að kjósa oftar,“ segir á vef samtakanna.

Í töflunni hér að neðan eru upplýsingar um kostnað vegna símakosningar í nokkrum löndum:

  1. Danmörk - 3 kr.(alm.verð)
  2. Þýskaland - 12 kr.
  3. Holland - 30 kr.
  4. Belgía - 43 kr.
  5. Finnland - 43 kr.
  6. Austurríki - 43 kr.
  7. Írland - 52 kr.
  8. Noregur - 52 kr.
  9. Svíþjóð - 54 kr.
  10. Pólland - 56 kr.
  11. Ísland - 100 kr.
Samtökin benda á að það veki óneitanlega athygli að u.þ.b. tvisvar sinnum dýrara sé að kjósa hér en á nokkru hinna Norðurlandanna. Lítið sé hinsvegar við því að gera „þeir sem vilja kjósa hafa einfaldlega ekki um aðra kosti að velja!“

Frétt á vef Neytendasamtakanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup