Neytendasamtökin hafa tekið saman hvað það kosti einstakar þjóðir að kjósa í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og í ljós kemur að Íslendingar greiða langhæsta verðið. Hvert atkvæði kostar Íslendinga 99,9 kr. og skiptir engu hvort hringt sé úr venjulegum heimilissíma, farsíma eða um sms-boð sé að ræða.
Fram kemur á vef Neytendasamtakanna að Evrópumeðaltalið sé 0,52 evrur eða 45 kr. Í Danmörku er ekkert aukagjald tekið vegna símakosningar og í Þýskalandi er gjaldið aðeins 12 kr. Í öðrum Evrópulöndum er svo algengast að gjaldið fyrir hvert atkvæði sé á bilinu 40-50 kr.
Samtökin hvetja fólk til þess að hafa í huga að að einungis þrjúa atkvæði úr hverju símanúmeri séu gild hér á landi - „svo tilgangslítið (og í raun bara peningasóun) er að kjósa oftar,“ segir á vef samtakanna.
Í töflunni hér að neðan eru upplýsingar um kostnað vegna símakosningar í nokkrum löndum: