Mynd af Parísi undir stýri

París mætir fyrir rétt sl. föstudag ásamt foreldrum sínum, Kathy …
París mætir fyrir rétt sl. föstudag ásamt foreldrum sínum, Kathy (tv) og Rick (th). AP

Tekin var mynd af Parísi Hilton undir stýri á bíl fáeinum dögum eftir að hún hlaut 45 daga fangelsisdóm fyrir að hafa rofið skilorð með því að aka réttindalaus. Herma fregnir að til hennar hafi sést á bláa Bentley-blæjubílnum sínum í Los Angeles í fyrradag.

Papparassar eltu París þar sem hún villtist í Century City og lenti í blindgötu, þrátt fyrir að hún væri með skrifaðar leiðbeiningar. Mun hún hafa tekið u-beygjur þrisvar áður en henni loksins tókst að komast á áfangastað.

Þá herma fregnir ennfremur að hún hafi skipt um lögfræðing til að reyna að komast hjá því að þurfa að fara í fangelsið. Hefur hún nú ráðið lögmanninn Richard Hutton, sem er sérfræðingur í ölvunarakstursdómum. París kom snöktandi út af skrifstofu Huttons í gær, og reyndi móðir hennar, Kathy, að hugga hana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka