Norah Jones með tónleika í Laugardalshöll í september

Norah Jones.
Norah Jones. Reuters

Bandaríska tónlistarkonan Norah Jones heldur tónleika í Laugardalshöll að kvöldi sunnudagsins 2. september en Jones er um þessar mundir að fylgja eftir þriðju breiðskífu sinni, Not too late, sem kom út í janúar. Það er FL Group sem gerir tónleika Noruh Jones mögulega og stendur fyrir tónleikunum í samvinnu við Hr. Örlyg.

Norah Jones, sem er dóttir indverska tónlistarmanns Ravi Shankar, mun koma fram með hljómsveit sinni, The Handsome Band. Fyrsta plata hennar, Come away with me, vakti heimsathygli þegar hún kom út árið 2003. Fyrir hana fékk Norah Jones fimm Grammy verðlaun, en síðan hefur hún hlotið þrenn til viðbótar.

Nánari upplýsingar um miðasölu verða gefnar á næstunni, að sögn Hr. Örlygs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir