Spá Þjóðverjum sigri í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Eiríkur Hauksson sést hér flytja rokkslagarann Valentines Lost á æfingu …
Eiríkur Hauksson sést hér flytja rokkslagarann Valentines Lost á æfingu í Helsinki í gær. Hann er fimmti á svið í kvöld. Reuters

Þjóðverjum er spáð sigur í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva samkvæmt niðurstöðum dómnefndar sem breska ríkisútvarpið BBC skipaði. Sviss, Serbía, Georgía og Spánn eru þær þjóðir sem spáð er að skipi efstu fimm sætin á eftir sveiflulagi Roger Cicero, sem syngur lag Þjóðverja.

Ekki er minnst á framlag okkar Íslendinga í fréttinni, þar sem Eiríkur „rauði“ Hauksson er í broddi fylkingar. Í kvöld munu 28 þjóðir taka þátt í forkeppni Evróvisjón-söngvakeppninnar og verður Eiríkur fimmti á svið. Þær þjóðir sem lenda í 10 efstu sætunum í forkeppninni komast í lokakeppnina sem fram fer á laugardag.

Hljómsveitin Scooch, sem er framlag Breta í ár, er spáð 19. sæti af þeim 42 sem taka þátt í ár. Svartfjallaland, Portúgal og Armenía er spáð botnsætunum með engin stig.

Meðal þeirra sem eiga sæti í dómnefndinni eru Evróvisjón-keppendur, m.a. tveir sem hafa sigrað hana, og Evróvisjón-aðdáendur vítt og breytt um Evrópu.

Grikkland, Kýpur, Búlgaría, Hvíta-Rússland og Rússland eru þau fimm lönd sem er spáð 10 efstu sætunum næst á eftir þeim sem greint var frá hér að ofan.

Írum er ekki spáð velgengni, en þeir hafa unni keppnina oftast Evrópu-þjóða eða sjö sinnum. Þeim er spáð 29. sæti.

Þær þjóðir sem komast ekki inn á topp 10 listann en er spáð að komist áfram úr forkeppninni sem fram fer í kvöld eru Móldóva, Danmörk, Lettland og Ungverjaland.

10 bestu þjóðirnar samkvæmt dómnefnd BBC eru:

  1. Þýskaland
  2. Sviss
  3. Serbía
  4. Georgía
  5. Spánn
  6. Grikkland
  7. Kýpur
  8. Búlgaría
  9. Hvít-Rússland
  10. Rússland
Roger Cicero sem syngur lag Þjóðverja í ár er spáð …
Roger Cicero sem syngur lag Þjóðverja í ár er spáð sigri í keppninni að mati dómnefndar BBC. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar