Tvær námsmeyjar í Framingham State College háskólanum í Massachusetts stálu stórum hluta af upplaginu af skóladagblaðinu The Gatepost. Ástæðan var sú að á forsíðunni var mynd af þeim með beran maga og þótti þeim þær vera of magamiklar á myndinni.
27. apríl síðast liðinn voru sjö stúlkur á Lacrosse kappleik og höfðu ritað nafn eins liðsmannsins á magana á sér. Þær stóðu í röð með I (hjarta) N-O-O-N-A-N stafað á magana og klæddust stuttbuxum og afklipptum hlýrabolum.
Ekki verður farið í mál við stúlkurnar en þær munu að öllum líkindum fá áminningu og verði refsað með einhverjum hætti af skólayfirvöldum.
„Þetta er heimskulegasta ástæða fyrir blaðastuldi,” sagði Desmond McCarthy enskukennari en undanfarin 15 ár hefur upplagi blaðsins verið stolið fjórum sinnum. Blaðið er prentað í tvö þúsund eintökum.