„Austurblokkin á þetta"

Haukur Haukson, framkvæmdastjóri íslenska hópsins, og Eiríkur koma úr Hartwall …
Haukur Haukson, framkvæmdastjóri íslenska hópsins, og Eiríkur koma úr Hartwall höllinni skömmu eftir að úrslit lágu fyrir í gærkvöldi. mbl.is/Eggert
Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is

Eiríkur söng lagið Valentine Lost eftir Svein Rúnar Sigurðsson og gekk flutningurinn vel að hans sögn.

„Danir og Norðmenn sitja eftir með sárt ennið og Svisslendingar líka. Næstum öll Norður- og Mið-Evrópa situr eftir með sárt ennið," sagði Eiríkur og hló. Hann kvaðst eiga von á sterkum viðbrögðum við þessum úrslitum á fyrrnefndu Evrópusvæði.

„Við erum að tala um hallærislega stelpu í fullum skrúða, við erum að tala um fólk í engum fötum, diskó og bara allt. En ef þú ert frá Austur-Evrópu, þá ertu bara kominn áfram! Ég vil samt ekki að þetta hljómi eins og ég sé eitthvað svekktur en mér finnst mikilvægt að vekja athygli á þessu, því þetta er þróun sem gerir að verkum að maður fer að velta því fyrir sér hvað þetta sé. Er þetta pólitísk keppni eða tónlistarkeppni? Ég neita að trúa því að allar Mið- og Norður-Evrópuþjóðir séu það lélegar miðað við hinar að þetta sé réttlátt," sagði Eiríkur.

Gjörbreytt keppni

„Mér fannst lagið mjög gott og ég vona að flutningurinn hafi komið vel fram í sjónvarpi. Eftir þeim skilaboðum sem ég hef fengið frá vinum og atvinnufólki í tónlistarbransanum þá gekk þetta mjög vel. En það er bara ekki nóg," sagði Eiríkur.

Eiríkur sagðist ekki ætla að taka beinharða afstöðu til fyrirkomulags kosninga í keppninni. Hann hefði alltaf verið á móti sms-kosningu.

„Við vorum viðbúin þessu og það verður engan bilbug á okkur að finna, við verðum hérna fram á sunnudag og skemmtum okkur," sagði Eiríkur að lokum, hress í bragði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka