Bandarísk yfirvöld rannsaka Kúbuferð Michaels Moore

Michael Moore.
Michael Moore. AP

Bandarísk yfirvöld rannsaka nú hvort bandaríski leikstjórinn Michael Moore hafi brotið gegn viðskiptabanni sem Bandaríkjastjórn hefur lagt á Kúbu. Frá þessu greindi leikstjórinn í gær.

Moore fór með hóp björgunarsveitarmanna, sem unnu að björgunarstörfum eftir fall Tvíburaturnanna í New York þann 11. september 2001, til Kúbu í mars. Tilgangur ferðarinnar var að taka upp efni fyrir nýja heimildarmynd sem Moore er að vinna að sem fjallar um stöðu heilbrigðisgeirans í Bandaríkjunum.

Bandaríska fjármálaráðuneytið sendi honum bréf þar sem hann er beðinn um að útskýra það sem hann hafi verið að gera.

Moore hefur lengi verið yfirlýstur andstæðingur Bush-stjórnarinnar og hefur barist gegn Íraksstríðinu.

Bandaríkin lögðu á viðskiptabann á Kúbu fyrir meira en 40 árum síðan í því skyni að einangra Fídel Kastró Kúbuleiðtoga og kommúnistastjórn hans.

Sem fyrr segir fór Moore til Kúbu til að vinna að gerð heimildarmyndar sem heitir Sicko. Í myndinni er fjallað um heilbrigðisþjónustuna í Bandaríkjunum. Framleiðandi myndarinnar, Meghan O´Hara, segir að hún muni „fletta ofan af stórfyrirtækjunum sem setja hagnað ofar en umönnun og stjórnmálamönnunum sem hugsa aðeins um peninga.“

Lisa Cohen, talskona Moores, sagði í samtali við frönsku AFP-fréttastofuna að hann hafi tekið um 10 sjúka björgunarsveitarmenn frá New York með sér til Kúbu þar sem þeir hafi hlotið meðhöndlun lækna.

Hópurinn þjáðist af ýmsum kvillum sem eru taldir tengjast hreinsunarstörfum þeirra þar sem Tvíburaturnarnir féllu árið 2001.

Sicko verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup