Fyrrum félagar í hljómsveitinni Pink Floyd komu fram á tónleikum í Barbican Centre í Lundúnum í gær til minningar um Syd Barrett, einn af stofnendum hljómsveitarinnar, en Barrett lét á síðasta ári eftir að hafa átt við andleg og líkamleg veikindi að stríða áratugum saman. Pink Floyd lék þó ekki saman í gærkvöldi heldur kom Roger Waters fram einn en hinir þrír, David Gilmour, Rick Wright og Nick Mason léku saman.
Meðal þeirra sem komu fram á tónleikunum í gærkvöldi og fluttu lög eftir Barrett voru Damon Albarn, Chrissie Hynde og Robyn Hitchcock. Allir þeir sem komu fram á tónleikunum, nema Waters, fluttu saman lokalagið Bike af fyrstu breiðskífu Pink Floyd.