Pink Floyd kom næstum því fram

Þeir Dave Gilmour, Roger Waters, Nick Mason og Rick Wright …
Þeir Dave Gilmour, Roger Waters, Nick Mason og Rick Wright komu síðast fram saman á Live 8 tónleikunum í Lundúnum árið 2005. STEPHEN HIRD

Fyrrum félagar í hljómsveitinni Pink Floyd komu fram á tónleikum í Barbican Centre í Lundúnum í gær til minningar um Syd Barrett, einn af stofnendum hljómsveitarinnar, en Barrett lét á síðasta ári eftir að hafa átt við andleg og líkamleg veikindi að stríða áratugum saman. Pink Floyd lék þó ekki saman í gærkvöldi heldur kom Roger Waters fram einn en hinir þrír, David Gilmour, Rick Wright og Nick Mason léku saman.

Meðal þeirra sem komu fram á tónleikunum í gærkvöldi og fluttu lög eftir Barrett voru Damon Albarn, Chrissie Hynde og Robyn Hitchcock. Allir þeir sem komu fram á tónleikunum, nema Waters, fluttu saman lokalagið Bike af fyrstu breiðskífu Pink Floyd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir