Scotty týndur eftir geimferð

James Doohan í gervi Scotty
James Doohan í gervi Scotty AP

Aska 200 manna, sem skotið var út í geim, týndist á leið aftur til jarðar og öskunnar nú leitað á litlu svæði í fjöllum Nýju Mexíkó. Meðal þess sem er saknað er aska leikarans James Doohan, sem þekktur var fyrir að leika Scotty í Star Trek kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Öskunni var skotið á loft þann 28. apríl síðastliðinn og á sporbaug um jörðu á vegum fyrirtækisins UP Aerospace, sem sérhæfir sig í að skjóta ýmsum hlutum út í geim, þar á meðal ösku látinna. Skotið vakti nokkra athygli í þetta sinn, kannski helst vegna þess að aska Doohans var með í för.

Fylgst var náið með lendingu eldflaugarinnar og vitað nokkuð vel hvar hlutar hennar hefðu svifið niður í fallhlífum. Þrátt fyrir ítrekaða leit hefur þó hvorki fundist tangur né tetur af henni.

Eldflaugarhlutarnir eru sagðir hafa lent á erfiðu svæði sem sé þakið þétt vöxnum gróðri, og það erfiði leitina. Þá hefur veður verið slæmt og hefur það tafið leitina enn frekar. Aðstandendur UP Aerospace hafa þó þrengt leitarsvæðið niður í 400 metra og segjast vissir um að þar séu eldflaugarhlutarnir. Næsti leitarleiðangur verður farinn í næstu viku, og kemst Scotty þá vonandi í kjölfarið til sinnar hinstu hvílu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar