Björk sú sem selur mest á iTunes

Björk.
Björk. mbl.is/Ómar

Björk Guðmundsdóttir er sá tónlistarmaður sem mest selst eftir í evrópsku iTunes vefversluninni. Útgáfa Bjarkar í Bretlandi greindi frá því í gær. Björk sendi nýverið frá sér breiðskífuna Volta og er nú á tónleikaferð um Bandaríkin.

Valdís Þorkelsdóttir þeysist nú um Bandaríkin með Björk og blæs í lúður ásamt níu öðrum stúlkum. Á milli tónleika og æfinga færir Valdís það sem fyrir ber inn á bloggsíðu sína (vallarinn.blogspot.com) sem kallast því skemmtilega tvíræða nafni Á túr.

Björk og fylgdarlið hefur undanfarnar vikur verið staðsett í New York þar sem mikil kynningarstarfsemi hefur haldist í hendur við tónleika á nokkrum af stærstu hljómleikastöðum borgarinnar og samkvæmt öllu má reikna með að vel gangi.

Í nýjustu færslunni skrifar Valdís um aðstöðuna í tónleikarútunni og er óhætt að segja að um alvöru rokkrútu sé að ræða:

„Hópurinn hefur nú byrgt sig vel upp af allskyns hlutum til afþreyingar, svo sem Tetris-leikjatölvum, Apolló lakkrís, snúningsspilinu Twister, DVD-myndum, dömubindum og taktmælum.

Næstu 2 vikurnar eða svo munum við eyða mestum tíma í lúxus-rútunni, en brassstelpurútan okkar heitir „Whole lotta Horns".

Það gilda skýrar reglur á ferðalögum í rútunni.

Í fyrsta lagi verða allir að vera sjúklega hressir og kátir, og í öðru lagi er stanglega bannað að gera númer tvö. Ef svo illa vill til að einhverjum verði mál, þarf viðkomandi að hóa í rútubílstjórann Tony og biðja hann um að stansa sem snöggvast.

Lúxus-rútan ber svo sannarlega nafn með rentu, en í henni má finna 12 kósý kojurúm með sjónvarpi í hverju rúmi, eldhús, vírlaust internet, partýpláss með sjónvarpi og DVD-tæki, og fleira."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka