Serbía vann Eurovision

Marija Serifovic flytur lagið Molitva í Helsinki í kvöld.
Marija Serifovic flytur lagið Molitva í Helsinki í kvöld. Reuters

Serbneska söngkonan Marija Serifovic vann Eurovision söngvakeppnina með yfirburðum í kvöld. Hvíta-Rússland var í öðru sæti og Tyrkir í þriðja sæti. Íslendingar gáfu Finnum 12 stig, Svíum 10. stig og Ungverjum 8 stig. Eiríkur Hauksson hafnaði í 13. sæti í undankeppninni með 77 stig og varð Ísland efst af Norðurlöndunum í undankeppninni. 14 stigum munaði að Eiríkur kæmist í úrslit.

Serbar fengu 376 stig, Hvíta-Rússland 297 stig, Tyrkland 207 stig, Úkraína 195 stig og Rússland 138.

Í undankeppninni fengu Íslendingar 46 stig frá hinum Norðurlöndunum, þar af 12 stig frá Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og 10 stig frá Danmörku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar