Diaz átti erfitt

Cameron Diaz.
Cameron Diaz. Reuters

Leikkonan Cameron Diaz hefur sagt opinberlega að seinustu ár hafi verið helvíti fyrir hana.

Hún viðurkennir að hún hafi átt erfitt með líf sitt stundum. „Seinustu ár hafa verið erfið fyrir mig, ég vissi ekki hvernig ég átti að taka á hlutunum en ég tel að ég sé á betri stað í dag vegna þess að ég bakkaði frá öllu um tíma og andaði djúpt," sagði Diaz. „Hollywood er skemmtilegur staður, hann býður upp á svo mikið en getur einnig tekið svo mikið frá þér."

Leikkonan fagra sagði einnig að hún væri orðin þreytt á því að fólk héldi að hún væri aðeins farsæl leikkona vegna þess hvernig hún lítur út, ekki vegna leikhæfileika. „Ef farsæl leikkona er ófríð segir enginn að hún hafi komist svona langt vegna þess hversu ófríð hún er. Þeir sem líta vel út og gengur vel verða oft fyrir fordómum."

Diaz er nú á fullu að kynna þriðju Shrek teiknimyndina sem hún talar inn á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar