Þriðja kvikmyndin um Köngulóarmanninn fékk langmesta aðsókn í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina þótt aðsóknin væri ekki í líkingu við þá sem hún fékk um síðustu helgi. Tekjur af myndinni námu 60 milljónum dala og samtals eru tekjurnar 242,1 milljón dala á 10 daga tímabili, sem er met.
Spennuhryllingsmyndin 28 Weeks Later fór beint í 2. sæti aðsóknarlistans en tekjur af sýningu hennar námu 10 milljónum dala. Þá fór gamanmyndin Georgia Rule, með Lindsay Lohan, Jane Fonda og Felicity Huffman í aðalhlutverkum, beint í 3. sætið. 5. sætið fór ný gamanmynd, Delta Farce með Larry the Cable Guy í aðalhlutverki.
Aðsóknarlistinn lítur svona út: