Köttur gerðist laumufarþegi

Köttur, sem lokaðist inni í flutningagámi virðist hafa lifað af 35 daga sjóferð frá Kína til Bandaríkjanna.

Verslunareigandi í Norður-Karólínu varð frekar hissa þegar hann tók á móti mótorhjólahjálmasendingu frá Kína en út úr gámnum hoppaði köttur. Talið er að kötturinn hafi nagað gat á pappakassa í Shanghai og skriðið þar inn. Kassinn var síðan settur í gáminn 3. apríl.

AP fréttastofan hefur eftir dýralækni, sem skoðaði dýrið, að það hefði verið við ágæta heilsu þrátt fyrir að hafa hvorki fengið vott né þurrt í rúman mánuð.

Hann segir það vera tilgátu, að nýru katta séu óvenju sterk og líkamar katta geti því lagað sig að vatnsskorti.

Kötturinn hefur nú fengið nafnið Kína og nágrannar verslunareigandans ætla að taka hann að sér eftir að hann hefur verið í sóttkví tilskilinn tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir