Lohan fellst á kynlífssenu til að sanna leikhæfileika sína

Lindsay Lohan.
Lindsay Lohan. Reuters

Lindsay Loh­an hef­ur fall­ist á að leika í kyn­lífs­senu til að sýna og sanna að hún sé góð leik­kona. Lindsay er tví­tug og hef­ur fram til þessa harðneitað að leika í kyn­lífs­sen­um, en leik­stjóri nýju mynd­ar­inn­ar henn­ar, Chris Si­verst­on, taldi henni hug­hvarf til að hún geti öðlast þá viður­kenn­ingu sem hún þarfn­ast.

Í nýju mynd­inni, sem heit­ir Ég veit hver drap mig, leik­ur Lindsay fata­fellu sem báðir fæt­urn­ir eru tekn­ir af. Í viðtali við tíma­ritið Nylon seg­ir hún: „Ég vildi gera þessa mynd til að fólk sjái að ég er leik­kona. Ég hef verið það lengi og það er al­veg kom­inn tími til að fólk átti sig á því.“

Lindsay varð fyrst fræg sem barna­stjarna er hún lék í Disney-mynd­inni The Par­ent Trap.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það getur verið erfitt að eiga við andstæðing sem er svo líkur manni sjálfum að furðu sætir. Njóttu þess að vera með vinum þínum og kunningjum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það getur verið erfitt að eiga við andstæðing sem er svo líkur manni sjálfum að furðu sætir. Njóttu þess að vera með vinum þínum og kunningjum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver