Lohan fellst á kynlífssenu til að sanna leikhæfileika sína

Lindsay Lohan.
Lindsay Lohan. Reuters

Lindsay Loh­an hef­ur fall­ist á að leika í kyn­lífs­senu til að sýna og sanna að hún sé góð leik­kona. Lindsay er tví­tug og hef­ur fram til þessa harðneitað að leika í kyn­lífs­sen­um, en leik­stjóri nýju mynd­ar­inn­ar henn­ar, Chris Si­verst­on, taldi henni hug­hvarf til að hún geti öðlast þá viður­kenn­ingu sem hún þarfn­ast.

Í nýju mynd­inni, sem heit­ir Ég veit hver drap mig, leik­ur Lindsay fata­fellu sem báðir fæt­urn­ir eru tekn­ir af. Í viðtali við tíma­ritið Nylon seg­ir hún: „Ég vildi gera þessa mynd til að fólk sjái að ég er leik­kona. Ég hef verið það lengi og það er al­veg kom­inn tími til að fólk átti sig á því.“

Lindsay varð fyrst fræg sem barna­stjarna er hún lék í Disney-mynd­inni The Par­ent Trap.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Láttu það eftir þér að gera eitthvað óvenjulegt í dag. Ertu Kannski að eyða allt of miklum tíma í eitthvað sem þér er alveg sama um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Láttu það eftir þér að gera eitthvað óvenjulegt í dag. Ertu Kannski að eyða allt of miklum tíma í eitthvað sem þér er alveg sama um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver