Dómstóll í Hamborg hefur dæmt þýsku kynlífsvöruverslunarkeðjuna Beate Uhse til að greiða tveimur þýskum fótboltastjórnum 50 þúsund evru bætur hvorum, jafnvirði um 4,4 milljóna króna, fyrir að nefna titrara eftir þeim án leyfis.
Þeir Michael Ballack og Oliver Kahn fóru í mál við Beate Uhse eftir að þeir komust að því að tvær titraragerðir, sem settar voru á markað fyrir heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu í Þýskalandi á síðasta ári, voru nefndar Michael B og Olli K.
Ballack leikur nú með enska knattspyrnuliðinu Chelsea en Kahn er markvörður þýska liðsins Bayern München.