Breskur þingmaður krefst þess að Evróvisjón-kosningunni verði breytt

Serbar sigruðu Evróvisjón í ár.
Serbar sigruðu Evróvisjón í ár. Reuters

Það er nauðsynlegt að breyta því hvernig kosið er í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva vegna þess að kosningakerfið „skaðar samskipti milli íbúa Evrópu,“ segir breskur þingmaður.

Þingmaður frjálslyndra, Richard Younger-Ross, segir að löndin í keppninni hafi greitt nágrannaþjóðum sínum atkvæði í stað þess að kjósa bestu lögin, segir á fréttavef BBC.

Hann segir að breska ríkissjónvarpið BBC ætti að krefjast þess að kosningafyrirkomulaginu verði breytt eða segja sig úr keppninni alfarið.

Sem kunnugt er urðu Serbar hlutskarpastir í keppninni á laugardaginn. Íslendingar komust ekki upp úr forkeppninni og þá voru Bretar næstneðstir, en þeir fengu aðeins atkvæði frá Írum og íbúum Möltu.

Younger-Ross segir að uppbygging kosningakerfisins væri „brandari“ og þá bætti hann því við að fólk byggi atkvæði sín „að mestu á þröngum þjóðernissinnuðum grundvelli“.

Hann hefur samið þingsályktunartillögu, sem samflokksmaður hans Colin Breed styður, auk tveir þingmanna Verkamannaflokksins, þeir John Robertson og David Drew.

Derek Gatherer, sem hefur rannsakað kosningamynstur keppninnar í áraraðir, telur að það sé full hart að halda því fram að núverandi fyrirkomulag sé brandari.

Hann samsinnir því hinsvegar að sum lönd myndi sem hann kallar„landfræðileg svæði“.

Hann segir að tæpur þriðjungur heildaratkvæðafjöldans sem sigurlagið fékk hafi verið atkvæði sem virðast hafa verið undir áhrifum nágranna kosningar.

„Þetta gerir það að verkum að það er erfiðara fyrir okkur að sigra keppnina, en þetta bendir ekki til þess að öll atkvæðin sé í raun greidd samkvæmt ríkjabandalögum,“ bætti hann við.

Í gær kallaði Malta eftir því að hætt verði við símakosningu í nokkrum löndum þar til hægt verður að bæta eftirlit með kosningunni.

Robert Abela, formaður dómnefndarinnar í Möltu, segir að niðurstöður kosningarinnar byggja á fleiru en símakosningu almennings.

Þá bætti hann því við að „fimm eða sex“ ríki séu ósátt við ríkjabandalögin sem hafi verið mynduð, þar sem ríki styðja við bakið á nágrannaríkjum sínum sama hversu gott eða slæmt lagið er.

Þá hefur keppnin verið harðlega gagnrýnd í þýskum fjölmiðlum. Þýska blaðið Bild setur m.a. spurningamerki við það hvers vegna Vestur-evrópskar þjóðir eigi að greiða mest í keppnina sem þau eiga engan möguleika á að vinna.

Nicole, sem er eini Evróvisjón-sigurvegari Þjóðverja, segir augljóst að Austur-Evrópsk ríki hafi gert með sér samkomulag um að skipta með sér stigum ár hvert.

„Þjóðverjar ættu að draga sig út úr keppninni,“ segir Nicole.

Bresku flugfreyjurnar í Scooch brotlentu í Helsinki.
Bresku flugfreyjurnar í Scooch brotlentu í Helsinki. Reuters
Verka Serduchka var með „gott flipp“.
Verka Serduchka var með „gott flipp“. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup