Íslendingar kjósa Köngulóarmanninn

Köngulóarmaðurinn og Sandmaðurinn slást í nýjustu kvikmyndinni.
Köngulóarmaðurinn og Sandmaðurinn slást í nýjustu kvikmyndinni.

Þrátt fyrir að hafa fengið fremur slæma dóma í fjölmiðlum er ekkert lát á vinsældum þriðju myndarinnar um Köngullóarmanninn. Myndin er sú mest sótta í íslenskum kvikmyndahúsum aðra helgina í röð, en um fimm þúsund manns sáu hana um helgina og hafa því alls rúmlega 22 þúsund Íslendingar séð Köngullóarmanninn berjast við öfluga óvini, og sinn innri mann um leið.

Gamanmyndin It's a Boy Girl Thing skaust beint í annað sætið, en myndin segir frá stelpu og strák sem er ekkert sérlega vel til vina. Málin taka hins vegar óvænta stefnu þegar þau vakna upp í líkama hvort annars. Alls urðu um 1.500 manns vitni að þessari sérstöku baráttu kynjanna um helgina.

Gamanmyndin Blades of Glory situr sem fastast í þriðja sætinu en hrollvekjan The Reaping stökk beint í fjórða sætið. Hilary Swank fer með aðalhlutverkið í myndinni sem fjallar um óhugnanlega atburði sem eiga sér stað í smábæ í Louisiana. Alls þorðu 820 manns á myndina um helgina en það var þó áður en hún fékk fremur slæma dóma í Morgunblaðinu í gær.

Þótt bæði fótbolti og kvikmyndir eigi upp á pallborðið hjá Íslendingum virðast þeir ekki sérlega hrifnir af samblandi þessara tveggja listgreina. Vinnie Jones, fyrrum knattspyrnuhetja, fer með aðalhlutverkið í The Condemned sem nær aðeins sjötta sætinu og fótboltamyndin Goal 2 hafnar enn neðar, í áttunda sætinu með aðeins 285 áhorfendur um helgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir