Geðlæknirinn Dr. Charles Sophy, sem haft hefur samkvæmisljónið Paris Hilton til meðferðar, segir hana miður sín eftir að hafa hlotið 45 daga fangelsisdóm fyrir brot á skilorði og því ekki færa um að bera vitni í málaferlum sem leikkonan Zeta Graff hefur höfðað gegn henni. Sophy segir Hilton hafa orðið fyrir miklu áfalli er hún hlaut dóminn og að hún þurfi að fá að jafna sig á því.
„Andlegt og tilfinningalegt ástands ungfrú Hilton gerir það að verkum að eins og stendur er hún ekki fær um að leggja neitt að mörkum í tengslum við réttarhöldin,” segir m.a í mati hans sem lagt hefur verið fram vegna málferlanna. „Hún á mjög erfitt tilfinningalega enda varð hún fyrir miklu áfalli vegna úrskurðarins þann 4. maí, fangelsisdómsins sem yfir henni var kveðinn og ótta síns við fangelsun.
Fram kemur í gögnunum að Hilton hafi verið í meðferð hjá Sophy í átta mánuði. Graff hefur krafið Hilton um skaðabætur vegna fullyrðinga sem Hilton lét falla í viðtali við blaðið New York Post í júlí árið 2005. Segir Graff að Hilton hafi logið upp sögum um það að hún hafi elt hana og þáverandi kærasta hennar Paris Latsis á röndum en Graff var áður kærasta Latsis. Til stendur að málafeli vegna skaðabótakröfu Graff hefjist 21. maí