Richards og Sambora slíta sambandi sínu

Denise Richards með fyrrum eiginmanni sínum Charlie Sheen.
Denise Richards með fyrrum eiginmanni sínum Charlie Sheen. AP

Leikkonan Denise Richards og rokkarinn Richie Sambora hafa slitið sambandi sínu. Fjölmiðlafulltrúi leikkonunnar segir hana hafa tekið ákvörðun um að slíta sambandinu fyrir tveimur mánuðum en að hún hefði þó verið við hlið hans er faðir hans lést úr krabbameini fyrir tæpum mánuði.

Richards greindi frá því í febrúar að móðir hennar berðist einnig við krabbamein og að þau Sambora hefðu stutt hvort annað í veikindum foreldra sinna.

Það vakti töluverða athygli er samband þeirra komst í hámæli á síðasta ári en Richards hafði þá staðið í skilnaði og forræðisdeilu við leikarann Charlie Sheen. í kjölfarið skildi Sambora við eiginkonu sína leikkonuna Heather Locklear sem var vinkona Richards.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar