Paris mun ekki áfrýja dómnum

París Hilton.
París Hilton. Reuters

Par­is Hilt­on mun ekki áfrýja 45 daga fang­els­is­dómi, sem hún hlaut ný­lega fyr­ir að rjúfa skil­orð sem hún var á vegna ölv­unar­akst­urs. Þetta kem­ur fram í skjöl­um, sem lögmaður henn­ar lagði fyr­ir dóm­stól í Los Ang­eles í Kalíforn­íu í dag.

Sam­kvæmt dómn­um á Par­is Hilt­on að gefa sig fram í fang­elsi fyr­ir 5. júní. Upp­haf­lega gagn­rýndi Par­is dóm­inn og sagði hann órétt­lát­an og lög­menn henn­ar lýsti því yfir að hon­um yrði áfrýjað. Síðan hef­ur Par­is skipt um lög­menn og nú er Rich­ard Hutt­on, lögmaður henn­ar en Hutt­on hef­ur sér­hæft sig í að verja sak­born­inga sem ákærðir eru fyr­ir ölv­unar­akst­ur.

Talsmaður lög­reglu­stjóra­embætt­is­ins í Los Ang­eles sagði, að Hilt­on muni vænt­an­lega þurfa að dvelja í 23 daga í Cent­ury héraðsfang­els­inu í Lynwood­en, út­hverfi Los Ang­eles, og þá er gert ráð fyr­ir því að hún fái reynslu­lausn vegna góðrar hegðunar.

Hilt­on verður aðskil­in frá öðrum föng­um á sér­stakri deild með 12 klef­um sem ætlaðir eru lög­reglu­mönn­um, emb­ætt­is­mönn­um eða frægu fólki, sem hlýt­ur dóma. Eins og aðrir fang­ar fær hún að fara út úr klefa sín­um í um klukku­stund á dag til að fara í sturtu, horfa á sjón­varp, stunda leik­fimi og tala í síma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú ert maður til þess að ræða um málin af einlægni og skalt því ekki slá því lengur á frest. Takturinn í daglega lífinu verður hraður í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú ert maður til þess að ræða um málin af einlægni og skalt því ekki slá því lengur á frest. Takturinn í daglega lífinu verður hraður í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Loka