Stelpurnar í Nylon slá alla út

Flokkurinn Nylon.
Flokkurinn Nylon.

Þær Alma, Emilía, Klara og Steinunn sem saman skipa Nylon-flokkinn eiga vinsælasta lagið á Íslandi aðra vikuna í röð, en lagið „Holiday" er í efsta sæti Lagalistans. Strákarnir í Sprengjuhöllinni sitja sem fastast í öðru sætinu með lagið „Verum í sambandi" sem er falleg og róleg ballaða.

Von er á nýrri plötu frá skosku hljómsveitinni Travis, en platan nefnist The Boy With No Name. Eitt lag af plötunni, lagið „Closer" er nú farið að hljóma á öldum ljósvakans og stekkur upp í þriðja sæti lagalistans. Fyrsta smáskífulagið af Volta, nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, sem nefnist „Earth Intruders" situr sem fastast í sjötta sæti listans.

Athygli vekur að lagið „Ég og heilinn minn" sem Ragnheiður Eiríksdóttir flutti í undankeppni Evróvisjón fyrr í vetur er nú orðið vinsælla en „Ég les í lófa þínum" sem var framlag okkar Íslendinga í Helsinki í síðustu viku. Heiða situr í sjöunda sæti listans og hækkar um fjögur sæti á milli vikna, en Eiríkur er fallinn niður í tíunda sætið.

Bandaríska rokksveitin Linkin Park kemur ný inn á lista með lagið „What I've Done" og breski söngvarinn James Morrison stekkur beint í 14. sætið með „Undiscovered".

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir