Hundur Mourinhos sendur til Portúgals

José Mourinho hefur ekki verið ánægður með spurningar breskra fréttamanna …
José Mourinho hefur ekki verið ánægður með spurningar breskra fréttamanna um hundinn. Reuters

Hundurinn Leya, Yorkshire terrier í eigu portúgalska knattspyrnuþjálfarans José Mourinho, er kominn aftur til Portúgals. Mikið uppnám varð í Lundúnum í vikunni þegar lögregla kom heim til Mourinhos og vildi fjarlægja hundinn en grunur lék á að hundurinn hefði verið fluttur út úr Bretlandi og síðan aftur inn án þess að lög um sóttkví hefðu verið virt.

Lögmaður Mourinhos sagði í dag, að Leya væri nú komin aftur til Portúgals í fylgd Tami, eiginkonu José og þetta hefði gerst með fullri vitneskju og í samvinnu við bresk stjórnvöld.

„Mourinho æskir þess, að fá að einbeita sér að verkefni sínu með Chelsea á morgun án þess að vera spurður stöðugra spurninga um þetta mál, sem nú er lokið með sátt," sagði lögmaðurinn. Málið hefur verið mikið til umfjöllunar í breskum fjölmiðlum eftir að Mourinho var handtekinn fyrir að hindra störf lögreglumanna sem vildu fjarlægja hundinn.

Chelsea mætir Manchester United á morgun í úrslitaleik bresku bikarkeppninnar í knattspyrnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir