Timberland og Biel taka upp samband

Jessica Biel.
Jessica Biel.

Breska blaðið Daily Mirror skýrir frá því í dag, að bandaríski poppsöngvarinn Justin Timberlake og leikkonan Jessica Biel hafi tekið upp samband. Timberlake er nú á tónleikaferð á Bretlandi og er hann sagður hafa fengið Biel til að koma og heimsækja sig.

Blaðið hefur eftir heimildarmanni, að Justin sé bálskotinn í Jessicu og þegar hann komst að því að hún ætti frí í nokkra daga linnti hann ekki látum fyrr en hún fékkst til að skreppa til Bretlands.

Timberlake og leikkonan Cameron Diaz slitu sambandi sínu fyrr á þessu ári og fljótlega fór að bera á orðrómi um að þau Biel væru að draga sig saman.

Biel, sem er 25 ára, er að fara að leika í myndinni Powder Blue með Óskarsverðlaunahafanum Forest Whitaker.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir