Myrkradansarinn verður ópera

Björk og Caterine Deneuve í Cannes árið 2000 en þær …
Björk og Caterine Deneuve í Cannes árið 2000 en þær léku báðar í Myrkradansaranum. mbl.is/Halldór Kolbeins

Til stendur að setja upp óperu byggða á söngvamyndinni Dancer in the Dark, sem danski leikstjórinn Lars von Trier gerði og Björk Guðmundsdóttir samdi tónlist fyrir og lék aðalhlutverk í. Gert er ráð fyrir að óperan verði frumsýnd í Det Kongelige Teater í Kaupmannahöfn árið 2010.

Að sögn konunglega leikhússins hefur verið gerður samningur við tónskáldið Poul Ruders um að skrifa óperuna og á sópransöngkonan Ylva Kihlberg að syngja hlutverk Selmu, sem Björk lék í myndinni. Ekki kemur fram hvort nota eigi tónlist Bjarkar eða hvort ný tónlist verði samin.

Haft er eftir Poul Ruders í tilkynningu frá leikhúsinu, að Myrkradansarinn sé einhver áhrifamesta kvikmynd sem hann hafi séð. Hann hafi vitað þegar hann gekk út úr kvikmyndahúsinu, að þessi saga væri eins og sniðin fyrir óperu.

Myrkradansarinn fékk Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2000 og Björk var valin besta leikkona hátíðarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir