Scotty fundinn

James Doohan í fullum herklæðum
James Doohan í fullum herklæðum AP

Aska leik­ar­ans James Dooh­an, og 200 annarra, hef­ur loks fund­ist eft­ir þriggja vikna leit í Nýju Mexí­kó í Banda­ríkj­un­um, en þar lentu lík­ams­leif­arn­ar og hlut­ar geim­flaug­ar sem flutti ösku Dooh­an út fyr­ir loft­hjúp jarðar í skamma stund fyrr í mánuðinum.

Dooh­an var þekkt­ur fyr­ir að leika geim-vél­stjór­ann Scotty í sjón­varpsþátt­um og kvik­mynd­um um æv­in­týr­in sem kennd eru við Star Trek, en hann óskaði þess að aska hans yrði send út í geim að sér látn­um. Eld­flaug­in sem flutti Dooh­an var sú fyrsta sem skotið var út fyr­ir loft­hjúp jarðar en var þó aðeins í rúm­ar fjór­ar mín­út­ur í útjaðri hans áður en hann sneri aft­ur til jarðar.

Fyr­ir­tækið heppnaðist að flestu leyti vel, og lentu hlut­ar eld­flaug­ar­inn­ar nokk­urn veg­in þar sem til var ætl­ast, hins veg­ar gekk illa að end­ur­heimta ösk­una og leif­ar eld­flaug­ar­inn­ar þar sem veður var slæmt og hentaði fjallendið í Nýju Mexí­kó illa til leit­ar.

Wende Dooh­an, ekkja leik­ar­ans, sagði þó blaðamönn­um að lík­lega hefði eig­inmaður sinn held­ur viljað verða eft­ir í geimn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þolinmæði þrautir vinnur allar og það munt þú reyna eins og svo margir aðrir. Láttu reyna á samstarfsvilja annarra því sigurinn er sætari í hóp.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þolinmæði þrautir vinnur allar og það munt þú reyna eins og svo margir aðrir. Láttu reyna á samstarfsvilja annarra því sigurinn er sætari í hóp.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir