Stórmynd líklega tekin á Íslandi

Cold Skin er vísindaskáldsaga sem gerist á Suðurskautinu og því …
Cold Skin er vísindaskáldsaga sem gerist á Suðurskautinu og því er Jökulsárlón líklegur tökustaður fyrir myndina. mbl.is/Ómar
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is
Kvikmyndin Cold Skin, sem byggð er á samnefndri bók eftir katalónska rithöfundinn Albert Sanchez Pinol, verður líklega tekin hér á landi. Þetta kemur fram á vefsíðu bandaríska tímaritsins Variety.

Framleiðsla myndarinnar er á byrjunarstigi, en það er kvikmyndafyrirtækið KanZaman sem framleiðir. Áður hefur fyrirtækið framleitt myndir á borð við Kingdom of Heaven eftir Ridley Scott og Goya's Ghosts eftir Milos Forman, auk ævintýramyndarinnar Sahara.

Kostnaður við myndina nemur að minnsta kosti 25 milljónum dollara, rúmlega 1,5 milljörðum íslenskra króna, og því ljóst að um stórt verkefni er að ræða.

Að sögn Mark Albela, eins af framleiðendum myndarinnar, er nú unnið að því að finna handritshöfund og leikstjóra.

Vísindaskáldsagan Cold Skin kom út árið 2003 og varð fljótt metsölubók á Spáni. Hefur hún síðan verið þýdd á 29 tungumál.

Albert Sanchez Pinol fæddist í Barcelona árið 1965, en Cold Skin er hans fyrsta skáldsaga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka