De Niro og Al Pacino saman

Al Pacino.
Al Pacino. Reuters

Kvikmyndagoðsagnirnar Al Pacino og Robert De Niro ætla að deila með sér hvíta tjaldinu í annað skiptið á ferlinum, samkvæmt kvikmyndatímaritinu Variety.

Stjörnurnar tvær hafa skrifað undir samning um að leika rannsóknarlögreglumenn sem elta raðmorðingja í spennutryllinum Righteous Kill.

Framleiðandinn, Randall Emmett, sagði að myndin myndi snúast um leikarana tvo. „Þeir eru góðir vinir og þetta samstarf hófst þess vegna," sagði Emmett.

Ólíkt síðustu mynd sem þeir léku saman í, Heat árið 1995, munu þeir leika sama í gegnum þessa mynd. Í Heat léku þeir aðeins á móti hvor öðrum í tveimur senum. Ári 1974 léku þeir báðir í Guðföður II en persónur þeirra þar hittust aldrei í myndinni.

„Þetta er sögulegur viðburður," sagði meðframleiðandinn Avi Lerner í Cannes. „Þeir voru saman í tveimur senum í Heat en í þessari mynd verða þeir alltaf saman."

Righteous Kill, sem er sögð kosta um 60 milljónir Bandaríkjadala, er skrifuð af Russell Gewirtz.

Ekki er búið að ráða í önnur hlutverk í myndinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson