McCartney ekki í hljómleikaferð fyrr en gengið hefur verið frá skilnaði

Reuters

Bítillinn Paul McCartney hefur tilkynnt að hann ætli ekki í hljómleikaferð þrátt fyrir að ný plata sé væntanleg frá honum snemma í næsta mánuði, ástæðan er sú að hann vill ekki leggjast í slík ferðalög fyrr en hann hefur gengið frá skilnaði sínum við fyrirsætuna Heather Mills.

Platan, sem ber titilinn „Memory Almost Full”, kemur út þann 4. júní og segist McCartney vissulega ætla að kynna hana eitthvað. Engin skipulögð tónleikaröð verður þó tilkynnt fyrr en áðurnefndum kafla í lífi bítilsins fyrrverandi er lokið, en þess má varla vænta fyrr en á næsta ári.

McCartney fór síðast á hljómleikaferðalag um heiminn árið 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir