Tónlistarmaðurinn Goran Bregović lék á hljómleikum í Laugardalshöll í gærkvöldi ásamt brúðkaups- og jarðarfarahljómsveit sinni. Tónleikarnir hófust á miklum trega og aðstoðuðu karlakór, strengjasveit og tvær búlgarskar söngkonur Bregović við að magna upp stemninguna. Við tók svo tryllt Balkanskagasveifla með tilheyrandi lúðrablæstri og gleymdu áhorfendur því fljótlega að ætlast var til að þeir sætu meðan á tónleikunum stóð.