Skrekkur tekur flugið á ný

Skrekkur með Stígvélaða kettinum, Artúr konungi og Asnanum.
Skrekkur með Stígvélaða kettinum, Artúr konungi og Asnanum.

Græni ris­inn Skrekk­ur og vin­ir hans tóku flugið á ný um helg­ina en þriðja teikni­mynd­in um Skrekk aflaði 122 millj­óna dala tekna í norður-am­er­ísk­um kvik­mynda­hús­um, sem er teikni­mynda­met. Raun­ar er þetta þriðju bestu mót­tök­ur, sem kvik­mynd hef­ur fengið á frum­sýn­ing­ar­helgi á eft­ir þriðju mynd­inni um Köngu­ló­ar­mann­inn og ann­arri mynd­inni um sjó­ræn­ingj­ana á Karíbahafi.

Eins og í hinum mynd­un­um tal­ar Mike Myers fyr­ir Skrekk, Ca­meron Diaz tal­ar fyr­ir Fíónu prins­essu, Eddie Murp­hy er asn­inn og Ant­onio Band­eras stíg­vélaði kött­ur­inn. Just­in Timberla­ke bæt­ist við í leik­ara­hóp­inn en hann leik­ur Artúr kon­ung, ung­an að árum.

Svo gæti farið að Skrekk­ur dvelji ekki lang­an tíma í 1. sæt­inu því í vik­unni verður frum­sýnd þriðja sjó­ræn­ingja­mynd­in þar sem Johnny Depp leik­ur sjó­ræn­ingj­ann Jack Sparrow.

Listi yfir vin­sæl­ustu mynd­irn­ar er eft­ir­far­andi:

  1. Shrek the Third
  2. Spi­der-Man 3
  3. 28 Weeks Later
  4. Dist­ur­bia
  5. Georgia Rule
  6. Fract­ure
  7. Delta Farce
  8. The In­visi­ble
  9. Hot Fuzz
  10. Waitress.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Vinna þín hjálpar fólki og þessvegna vinnur þú. Frá og með deginum í dag er gamall vandi úr sögunni og þú getur haldið fram veginn léttari en ákveðnari í spori.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Vinna þín hjálpar fólki og þessvegna vinnur þú. Frá og með deginum í dag er gamall vandi úr sögunni og þú getur haldið fram veginn léttari en ákveðnari í spori.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir