Græni risinn Skrekkur og vinir hans tóku flugið á ný um helgina en þriðja teiknimyndin um Skrekk aflaði 122 milljóna dala tekna í norður-amerískum kvikmyndahúsum, sem er teiknimyndamet. Raunar er þetta þriðju bestu móttökur, sem kvikmynd hefur fengið á frumsýningarhelgi á eftir þriðju myndinni um Köngulóarmanninn og annarri myndinni um sjóræningjana á Karíbahafi.
Eins og í hinum myndunum talar Mike Myers fyrir Skrekk, Cameron Diaz talar fyrir Fíónu prinsessu, Eddie Murphy er asninn og Antonio Banderas stígvélaði kötturinn. Justin Timberlake bætist við í leikarahópinn en hann leikur Artúr konung, ungan að árum.
Svo gæti farið að Skrekkur dvelji ekki langan tíma í 1. sætinu því í vikunni verður frumsýnd þriðja sjóræningjamyndin þar sem Johnny Depp leikur sjóræningjann Jack Sparrow.
Listi yfir vinsælustu myndirnar er eftirfarandi: