Lars von Trier drepur gagnrýnanda með hamri

Lars von Trier.
Lars von Trier. mbl.is/Halldór Kolbeins

Þeim kvikmyndaleikstjórum, sem hafa unnið hafa gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes, var boðið að gera 3 mínútna stuttmynd sem átti að gerast við eða í kvikmyndahúsi. Framlag danska leikstjórans Lars von Trier vakti hvað mesta athygli þegar stuttmyndirnar voru sýndar í gær en þar drepur von Trier franskan gagnrýnanda með hamri.

Á vef Ekstra Bladet má lesa lýsingu á myndinni. Þar sést Lars von Trier sitja í kvikmyndasal í Cannes, klæddur í sín bestu föt og horfir á mynd sína Manderlay. Við hlið hans situr franskur gagnrýnandi, sem drepleiðist og byrjar að ónáða von Trier.

„Ég er kvikmyndagagnrýnandi en ég er líka mjög, mjög fær kaupsýslumaður," segir Frakkinn á ensku við Trier, sem svarar: „Jaså".

Frakkinn gefst ekki upp og segir: „Ég á líka átta bíla, einn fyrir hvern dag og einn sem ég myndi aldrei nota."

Von Trier verður æ pirraðri og þegar Frakkinn spyr hann loks hvað hann hafi að atvinnu svarar danski leikstjórinn: „Ég drep", dregur hamar undan smókingjakkanum og slær Frakkann nokkrum sinnum í höfuðið. Þegar gagnrýnandinn er dauður heldur von Trier áfram að horfa á myndina sína, nú í friði og ró.

Gullpálmahöfum var boðið var sérstaklega til Cannes í tilefni af 60 ára afmæli kvikmyndahátíðarinnar. 33 þekktust boðið en von Trier var ekki í þeim hópi. Honum er meinilla við að ferðast og hann hefur heldur ekki náð sér af þunglyndi sem hann hefur þjáðst af undanfarna mánuði.

Von Trier sagði nýlega í viðtali að gagnrýnendur væru skrítnar skepnur. Þeir hrópuðu stöðugt á endurnýjun en vildu samt helst, að leikstjórar gerðu stöðugt sömu gömlu hlutina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir