Mikill áhugi á Pitt og Jolie í Cannes

Mikill áhugi var á blaðamannafundi, sem þau Brad Pitt og Angelina Jolie héldu í Cannes í Frakklandi í morgun en að sögn Birtu Björnsdóttur, blaðamanns Morgunblaðsins, var þetta mest sótti blaðamannafundur hingað til á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Þau Pitt og Jolie voru að kynna myndina A Mighty Heart, nýja mynd um hvarf bandaríska fréttmannsins Daniels Pearls í Pakistan sem fannst svo seinna látinn. Jolie leikur ekkju Daniels og Pitt er einn af framleiðendum myndarinnar.

Að sögn Birtu var gríðarlegt fjölmenni á blaðamannafundinum enda voru bæði Pitt og Jolie á staðnum ásamt ekkjunni Mariane Pearl. Birta segir að parið hafi verið bæði spurt um myndina og um hjóna- og fjölskyldulíf sitt. Birta segir að Jolie hafi sagt frá því að mikið traust og góður vinskapur milli hennar og Mariane Pearl hafi skapað grundvöll myndarinnar.

Angelina Jolie og Brad Pitt veifa aðdáendum sínum þegar þau …
Angelina Jolie og Brad Pitt veifa aðdáendum sínum þegar þau mættu til blaðamannafundar vegna myndarinnar A Mighty Heart á kvikmyndahátíðinni í Cannes Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar