Depp: Sérlega vandræðalegt að kyssa Knightley

Keira Knightley með Kevin McNally í sjóræningjamyndinni Pirates of the …
Keira Knightley með Kevin McNally í sjóræningjamyndinni Pirates of the Caribbean.

Kvik­mynda­leik­ar­inn Johnny Depp hef­ur greint frá því að hon­um hafi þótt sér­lega vand­ræðal­egt að kyssa leik­kon­una Keira Knig­htley í mynd­inni „Pira­tes of the Caribb­e­an: Dead Man's Chest” þar sem hún sé svo miklu yngri en hann. „Koss­ar eru alltaf vand­ræðal­eg­ir en sér­stak­lega í þessu til­felli þar sem við Keira höf­um aldrei upp­lifað neitt slíkt sam­an. Það er eins og hún sé þriggja og ég þúsund,” seg­ir Depp í viðtali við tíma­ritið New en Depp er 43 ára og Knig­htley 22 ára.

„Við höf­um þekkst í nokk­ur ár og allt í einu var kom­inn tími til að segja: Ertu til­bú­in í þetta? Og svo ger­ir maður það bara. Þetta minn­ir mest á áhættu­atriði og hún gerði það mjög fag­mann­lega,” sagði Depp

Knig­htley hef­ur áður greint frá því að hún hafi marg­beðið Gore Ver­binski, leik­stjóra mynd­ar­inn­ar, um að bæta atriði nn í haf­rit mynd­ar­inn­ar þar sem El­iza­beth Sw­ann, sem hún leik­ur, og Jack Sparrow, sem Depp leik­ur, kyss­ast. „Ég sagði: Leyfðu mér að fá einn koss, bara einn koss. Ég fékk hann og hann var góður, virki­lega góður,” sagði hún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þótt þér standi stuggur af samningaviðræðum kemstu ekki upp með það lengur að slá þeim á frest. Samræður við maka eða vini ganga þar af leiðandi stirðlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þótt þér standi stuggur af samningaviðræðum kemstu ekki upp með það lengur að slá þeim á frest. Samræður við maka eða vini ganga þar af leiðandi stirðlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell