Depp: Sérlega vandræðalegt að kyssa Knightley

Keira Knightley með Kevin McNally í sjóræningjamyndinni Pirates of the …
Keira Knightley með Kevin McNally í sjóræningjamyndinni Pirates of the Caribbean.

Kvikmyndaleikarinn Johnny Depp hefur greint frá því að honum hafi þótt sérlega vandræðalegt að kyssa leikkonuna Keira Knightley í myndinni „Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest” þar sem hún sé svo miklu yngri en hann. „Kossar eru alltaf vandræðalegir en sérstaklega í þessu tilfelli þar sem við Keira höfum aldrei upplifað neitt slíkt saman. Það er eins og hún sé þriggja og ég þúsund,” segir Depp í viðtali við tímaritið New en Depp er 43 ára og Knightley 22 ára.

„Við höfum þekkst í nokkur ár og allt í einu var kominn tími til að segja: Ertu tilbúin í þetta? Og svo gerir maður það bara. Þetta minnir mest á áhættuatriði og hún gerði það mjög fagmannlega,” sagði Depp

Knightley hefur áður greint frá því að hún hafi margbeðið Gore Verbinski, leikstjóra myndarinnar, um að bæta atriði nn í hafrit myndarinnar þar sem Elizabeth Swann, sem hún leikur, og Jack Sparrow, sem Depp leikur, kyssast. „Ég sagði: Leyfðu mér að fá einn koss, bara einn koss. Ég fékk hann og hann var góður, virkilega góður,” sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar