Ég elska þig, Brad!

Rosie McGowan, Quentins Tarantino Tarantino og Zoe Bell kynntu myndina …
Rosie McGowan, Quentins Tarantino Tarantino og Zoe Bell kynntu myndina Death Proof í Cannes. mbl.is/Halldór Kolbeins
Birta Björnsdóttir í Cannes
Death Proof Death Proof Pulp Fiction

Death Proof segir frá tveimur hópum firnasterkra kvenhetja og samskiptum þeirra við hinn rúnum rista Stuntman Mike, sem leikinn er af Kurt Russel. Meðal kvennanna er Zoe Bell sem kemur fram undir eigin nafni. Sú er áhættuleikari og lék öll áhættuatriði Umu Thurman í Kill Bill-myndunum. Senuþjófurinn er þó án efa Russel, sem er stórkostlegur í myndinni, sérstaklega í síðari hlutanum.

Blaðamannafundur var svo haldinn að Cannes-sið með leikstjóra og leikurum. Tarantino sagðist alltaf byrja handritsgerð á því að búa til persónur. Það gerði hann sjaldnast með ákveðna leikara í huga. Undantekningarnar væru hinsvegar hlutverk Zoe í Death Proof og Umu í Kill Bill. "Þær voru bara þær sjálfar í myndunum," sagði Tarantino.

Fyrrihluta gærdagsins var svo eytt á hinu goðsagnarkennda Hotel Du Cap. Það er í um hálftíma akstursfjarlægð frá strandlengjunni og skilst mér að allar skærustu stjörnurnar gisti þar ár hvert. Allavega er öryggisgæslan mikil. Tilgangur ferðalagsins var þó ekki að lepja kokteila við sundlaugarbakkann með fræga fólkinu heldur að taka viðtöl við leikstjóra og leikara A Mighty Heart, sem frumsýnd var hér í gær. Það var trúlega engu logið um tigna gesti hótelsins því þarna sáust á sveimi hjónakornin Brad og Angelina ásamt öllum leikurum úr Ocean's 13, sem fumsýnd verður hér næstkomandi fimmtudag. Clooney var reyndar hvergi sjáanlegur í þetta skiptið. Króatískur blaðamaður ætlaði svo aldeilis að slá um sig með upplýsingum: "Ég sá Maddox og Zahara vera að leika sér við sundlaugina." Fyrir þá sem ekki vita eru það helmingur barna Jolie og Pitt. Aumingja fólkið, þau hljóta að vera það fólk sem fylgst er best með í heiminum!

Annars er auðvelt að geta sér til um hver er frægur hér og hver ekki. Þeir allra frægustu eru undantekningarlaust með í eftirdragi um 250 kílóa mannveru sem færi létt með að taka Gunnar á Hlíðarenda og Gretti Ásmundarson í bakaríið...báða í einu. Það leggur því trúlega enginn í að kasta sér á kvikmyndastjörnurnar, nema reyndar ein stúlkukind sem fleygði sér á Brad Pitt eftir blaðamannafund A Mighty Heart og æpti: "Brad, ég elska þig!" Kraftajötnarnir voru fljótir að fjarlægja hana. Aðdáendur frægra einstaklinga gætu hæglega haldið árshátíð sína hér í borg á þessum tíma árs. Jafnvel getur verið að slíkur gleðskapur fari fram þessa dagana því daglega hanga hundruð manns fyrir framan stærstu hótelin hér við strandgötuna og vonast til að sjá glitta í eitthvert uppáhaldið.

Blaðamennirnir hér eru líka skemmtilegur þjóðflokkur. Augljóst er að margir eru eldri en tvævetur í starfinu og í sumum viðtölum og á blaðamannafundum hefjast spurningarnar á: "Síðast þegar við hittumst, Brad Pitt, þá sagðirðu að". Einnig varð ég vitni að afar fagmannlegum vinnubrögðum hjá breskum og áströlskum kollegum mínum um daginn. Yfirvofandi var viðtal við leikarann Josh Brolin og á meðan beðið var hreyttu blaðamennirnir tveir svoleiðis fúkyrðum hvor í annan að ég signdi mig í huganum. Um leið og sást glitta í verðandi viðtalsefni hurfu blótsyrðin samstundis og þeir voru hinir alúðlegustu hvor við annan meðan á viðtalinu stóð og afsökuðu sig prúðmannlega ef annar greip frammí fyrir hinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar