Austfirsk hljómsveit með lag á bandarískum safndiski

Vax.
Vax.

Austfirska hljómsveitin VAX, sem sem hefur starfað frá árinu 1999 er með lag á safndisk sem kemur út í Bandaríkjunum þann 29. maí n.k. Platan, sem heitir Riot On The Sunest: Vol. 3, er dreift á vesturströnd Bandaríkjanna og í netverslun Amazon.

Fram kemur á fréttavefnum Austurlandinu.is, að diskurinn sé gefinn út af útgáfufyritækinu 272 Records en platan er sú þriðja í útgáfuröð þar sem lítt þekktar hljómsveitir eru kynntar.

Haft var samband við VAX í gegnum MySpace síðu hljómsveitarinnar og falast eftir lagi á diskinn og var lagið „Like You" fyrir valinu sem kom út síðastliðið sumar á Íslandi. Auk almennrar dreifingu á disknum er útgáfan send á allar helstu háskólaútvarpsstöðvar í Kaliforníu þar sem 272 Records hafa aðsetur.

VAX vinnur nú hörðum höndum að sinni þriðju breiðskífu.

Hægt er að kaupa diskinn á þessari slóð

Heimasíða VAX

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup