Barbarella endurgerð af Robert Rodriguez

Jane Fonda sem Barbarella.
Jane Fonda sem Barbarella. mbl.is

Leikstjórinn Robert Rodriguez, sem m.a. hefur leikstýrt myndunum Sin City og Desperado, hefur í hyggju að endurgera kvikmyndina Barbarella frá árinu 1962 og hefur fengið til liðs við sig handritshöfundana Neal Purvis og Robert Wade, sem skrifuðu handritið að síðustu kvikmyndinni um James Bond, Casino Royale.

Framleiðandi myndarinnar, Dino De Laurentiis segir að Barbarella sé hin fullkomna vísindaskáldsagnagyðja, greind, sterk og kynþokkafull og segir Rodriguez að möguleikarnir séu nokkurn vegin endalausir.

Kvikmyndin kom út árið 1968 og var gerð eftir samnefndum teiknimyndasögum, leikkonan Jane Fonda fór með aðalhlutverkið. Kvikmyndin vakti litla athygli fyrst þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsum, en hefur síðan orðið að sígildri goðsögn meðal kvikmyndaunnenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar