Keira fær bætur fyrir anorexiufrétt

Keira Knightley.
Keira Knightley. AP

Breska leikkonan Keira Knightley hefur fallist á 3000 punda miskabætur, jafnvirði 370 þúsund króna, frá blaðinu Daily Mail vegna fréttar, sem blaðið birti, um að Knightley væri haldin átröskunarsjúkdómi en neitað að viðurkenna það.

Knightley hefur sagt í viðtölum, að ættingjar hennar hafi þjáðst af anorexiu en sjálf sé hún laus við þann sjúkdóm. Hún lýsti þessu m.a. yfir á blaðamannafundi sl. sumar þegar verið var að kynna kvikmyndina Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest. Knightley er sögð ætla að gefa bótaféð til góðgerðarmála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar