Magnús Þorlákur Lúðvíksson, 19 ára námsmaður, fór með sigur af hólmi í Meistaranum, spurningakeppni á Stöð 2, sem lauk í kvöld. Að launum fékk Magnús Þorlákur 5 milljónir króna.
Magnús lagði Pálma Óskarsson, lækni á Akureyri, í úrslitaviðureigninni. Hann tryggði sér sigur með því að svara síðustu spurningu keppninnar rétt en spurt var hvaða bernskubrek Davids Camerons, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, þarlendir fjölmiðlar hefðu rifjað upp. Magnús svaraði að Cameron hefði reykt maríjúana og það reyndist rétta svarið.
Magnús Þorlákur var einnig í sigurliði Menntaskólans í Reykjavík í spurningakeppninni Gettu betur nýlega.